Skvísurnar á Stavnsvej

Saturday, December 16, 2006

Óáfengt jólaglögg....ógurlega gott

50 g möndlur (má alveg sleppa)
2 dl rúsínur
1-2 kanilstangir
1 líter vatn
2 dl Ríbena eða annað saft
1 appelsína
1 sítróna

Skerið möndlurnar í tvennt langsum. Setjið rúsínurnar, möndlurnar, kanilstangirnar og 2 dl af vatni í pott og hitið, látið suðuna koma upp. Takið af hellunni og látið standa í 10 mínútur. Bætið þá vatninu og saftinni út í og hitið þar til suðan kemur upp. Kreistið safann úr appelsínunni og sítrónunni út í og hrærið saman.

Með jólakveðju
Guðrún Björk

Wednesday, December 06, 2006

Ris a l´amande

Þessi uppskrift er mjög góð, fyrir minn smekk allavega. Ekki er notað matarlím heldur einungis náttúruleg hráefni. Ég nota eingöngu lífrænt ræktað hráefni í mína lögun, efast ekki um að það er betra. Ég hugsa þó að kostnaðurinn við innkaupin verði meiri ef lífræna hráefnið er keypt á Íslandi.

1 msk smjör
1 dl hrísgjrón, gjarnan grautarhrísgrjón
7 dl nýmjólk
1 vanillustöng
50 g saxaðar möndlur, má sleppa
2 msk sykur
1 tsk salt
4 dl rjómi

Smyrjið pottinn sem á að nota innan með smjöri, þetta er óþarfi ef notaður er húðaður pottur. Setjið hrísgrjónin og mjólkina út í pottinn og hitið að suðu. Kljúfið vanillustöngina og setjið hana út í. Látið malla við vægan hita í 40-50 mínútur, eða þar til grjónin eru vel meir og hafa drukkið í sig mest alla mjólkina. Fjarlægið þá vanillustöngina, setjið grjónin í skál og kælið vel.

Hrærið svo möndlum, sykri og salti saman við. Stífþeytið rjómann og blandið honum saman við. Setjið í fallega skál og berið fram t.d. með berjasósu. Berjasósuna má búa til úr frosnum berjum. Setja þau í pott og hita vel. Strá sykri yfir og láta hann leysast vel upp í blöndunni.

Guðrún Björk