Skvísurnar á Stavnsvej

Thursday, February 08, 2007

Mexíkanska lasagnað hennar Ólínu

Þessi uppskrift kemur frá Ólínu vinkonu minni. Ég hef ekki prófað hana ennþá, en hef hugsað mér að gera það hið fyrsta, líst ofsalega vel á þessa uppskrift.

Uppskrift

5 dl Refried Beans ( 2 dósir) –ég nota bara 1.....
2 dl vatn
1 tsk salt
1 tsk cumin
2-3 msk jalapeno pipar, saxaður (má sleppa)
8 tortilla kökur (eða 4-6 stórar)
1 kjúlli (eldaður)
1 dós salsasósa
2 dl rifinn ostur
2 dl sýrður rjómi ( 1 dós)
100 g rjómaostur
100 g rifinn cheddar ostur ( má vera venjulegur)

Setjið baunamaukið í pott ásamt vatninu, saltinu og cumininu. Hrærið vel í blöndunni á meðan hún hitnar. Takið pottinn af hitanum og bætið pipar útí. Leggið eina tortilla í eldfast mót, smyrjið baunamauki yfir kökuna. Rífið niður kjúklinginn í litla bita og dreifið yfir baunamaukið. Stráið kryddi yfir kjúklinginnog setjið 2-3 msk af salsasósu yfir.Dreifið hluta af ostinum yfir og leggið aðra tortilla köku ofaná. Áfram til skiptis, kökur, baunamauk, kjúlla, krydd, salsa og ost. Efst er tortilla kaka. Þeytið sýrða rjómann og rjómaostinn saman og smyrjið honum yfir efstu kökuna. Stráið cheddar ostinum yfir og bakið við 200°C í 12-15 mín. Borið fram með salsasósu, söxuðum hráum lauk, sýrðum rjóma, guacamole og hrísgrjón ef vill.


Verði ykkur að góðu
kv Sigrún

0 Comments:

Post a Comment

<< Home