Skvísurnar á Stavnsvej

Friday, June 02, 2006

Karamellu Kaka Hugrúnar

Botnar:

5 eggjahvítur

2 dl sykur

2 dl púðursykur

2 bollar rice crispies

Þeyta eggjahvítur, sykur og púðursykur vel saman og blanda síðan rice crispies útí. Bakað í 1 klst við 150 gráður. Þægilegt að teikna bara hringi á smjörpappír eftir botni úr 26cm formi og baka botnana á blæstri samtímis.

Ég set þeyttan rjóma með bræddu súkkulaði á milli, finnst persónulega 3dl af rjóma nóg á milli en uppskriftin segir 5dl.

Karamella:

2 dl rjómi

100 gr púðursykur

2 msk síróp

30 gr smjörlíki

1 tsk vanillusykur

Rjóminn, sykurinn og sírópið í pott og láta malla við vægan hita þar til blandan er orðin þykk, þetta getur tekið svolítin tíma. Síðan er smjörlíkinu og vanillusykrinum blandað saman við og hókus pókus allt klárt.