Skvísurnar á Stavnsvej

Friday, April 06, 2007

Gulrótarsúpa

3 skalottlaukar
3 msk smjör
500 gr gulrætur
3 dl vatn
1 fiskiteningur
1 dl hvítvín, eplasafi eða mysa
5 msk rjómaostur
Cayenne-pipar á hnífsoddi
Salt og pipar
Sítrónusafi eftir smekk
150 gr rækjur ef vill
2 stilkar ferskt dill


Skerið skalottlaukana smátt. Bræðið smjör í potti og léttsteikið laukinn. Þvoið gulræturnar afhýðið og skerið í bita. Setjið í pottinn og steikið með lauknum. Bætið vanti við og fiskiteningi og látið suðuna koma upp. Látið sjóða í 20 mín. Maukið þá súpuna með töfrasprota eða í matarvinnsluvél. Blandið hvítvíni eða mysu út í, ásamt rjómaosti og látið sjóða í 5 mín. Við vægan hita. Bragðbætið með cayenne-pipar, salti, pipar og sítrónusafa. Setjið loks rækjurnar út í súpuna en ekki láta suðuna koma upp. Saxið dillið og stráið yfir. Berið fram með brauði.

Verði ykkur að góðu
Guðrún Erla

0 Comments:

Post a Comment

<< Home