Skvísurnar á Stavnsvej

Thursday, February 08, 2007

Sítrónuostakaka

Þessa köku vorum við með í skírninni hans Ísaks Leós, hún er voða góð og fersk. Mjög gott að skreyta hana með ferskum berjum, kíví og rifnum sítrónuberki.

Uppskrift

Botn
1 2/3 bolli mulið Hafrakex
5 msk sykur
5 msk smjör

Hrært saman við vægan hita í potti og svo þrýst niður í form, annað hvort eldfast eða springform. Bakað í 8 mín í 175°c

Fylling
1 pk sítrónugel
1 bolli sjóðandi vatn
hrært og kælt
500 gr rjómaostur
1 tsk vanilludropar
1/2 bolli sykur
1 peli þeyttur rjómi

Hrærið saman í hrærivék, rjómaosti, vanilludropum og sykri. Létt þeytið rjóma í annarri skál. Blandið rjómanum svo saman við rjómaostablönduna og hellið að síðustu sítrónuvökvanum útí. Helllið blöndunni að síðustu í formið og kælið í nokkra tíma.

verði ykkur að góðu
kv Sigrún

0 Comments:

Post a Comment

<< Home