Skvísurnar á Stavnsvej

Thursday, February 08, 2007

Espresso kaka

Þessa köku smakkaði ég hjá Ólínu vinkonu og hún er bara syndsamlega góð:)

Uppskrift
4 egg
100 g sykur
Korn úr 1 vanillustöng
100 g hveiti
Þrefaldur expressó

Þeyta egg+sykur þar til blandan verður létt og ljós. Blanda svo hveitinu og þurrefnunum varlega saman við með sleikju/sleif. Setja í hringlaga tertuförm, ca 24 cm og bakið í 15 mín við 180°C . Kælið tertubotninn og losið úr forminu en setjið síðan hringinn af forminu aftur utan um botninn og bleytið hann vel með expressó kaffinu. (ég notaði meira en 3 expr.)

Súkkulaðimús ofaná:

1 1/3 dl rjómi
1 ½ dl sýrður rjómi
300 g
56% súkkulaði
2 msk koníak (má sleppa)
50 g lint smjör

Setjið rjóma og sýrðan rjóma í pott og látið suðuna koma upp við vægan hita. Takið pottinn af hitanum. Brjótið súkkulaðið í bita og setjið það út í, látið það bráðna og bragðbætið með koníaki ef vill. Hrærið lint smjörið saman við súkkulaðimúsina þar til hún verður gljáandi, slétt og falleg. Hellið súkkulaðimúsinni ofan á tertubotninn og látið stífna. Skreytið með ávöxtum.


Njótið vel

kv Sigrún

0 Comments:

Post a Comment

<< Home