Skvísurnar á Stavnsvej

Monday, February 26, 2007

Skúffukaka

Þessi skúffa er mjög góð, mjúk og verður ekki þurr (nema maður gleymi henni í ofninum)

Uppskrift
200 gr bráðið smjör
2 bollar sykur (sniðugt að nota sweet & less til að gera hana aðeins hollari)
2 1/2 bolli hveiti
2 stór egg (3 lítil)
3 kúfaðar msk kakó
1/4 tsk salt
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsóti
1 bolli AB mjólk/súrmjólk
1/4 bolli heitt vatn

Þeyta egg og sykur saman, setjið síðan restina útí og hrærið þar til allt er komið saman.
Bakið við 170 í 30 mín (stingið í hana til að tékka hvort hún sé tilbúin, þar sem bakarofnar eru misjafnir). Þessi uppskrift er passleg í 2 hringform, eða litla skúffu (ca 25x30). Ef þið eruð með stóra skúffu myndi ég gera 1 og hálfa skúffu, svo hún verði ekki of þunn.

Krem

ca 3/4 til 1 kassi flórsykur
3-5 msk kakó
1-2 tsk vanillusykur/duft
150 g smjör (við stofuhita)
nokkrar msk sterkt kaffi
heitt vatn ef ykkur finnst kremið of þykkt.

Sigtið saman flórsykur og hveiti, bætið restinni af hráefnunum útí og þeytið vel saman í handþeytara eða hrærivél. Ekki bræða smjörið, kremið verður miklu meira fluffy fyrir vikið. Ef ykkur finnst kremið of stíft bætið þá við smávegis vatni, ca 1-2 msk í einu þar til ykkur finnst þykktin passleg.

Kveðja Sigrún

0 Comments:

Post a Comment

<< Home