Skvísurnar á Stavnsvej

Friday, February 09, 2007

Vetrargúllassúpa með hafraklöttum

Þessi súpa er alveg rosalega góð, bragðmikil og matarmikil. Uppskriftinn kemur frá Ragnari Frey (ekki Freysa) matgæðingi, kunningja okkar.

Uppskrift
1kíló nautagúllas
2 litlir laukar
2 gulrætur
3 sellerístilkar
5 hvítlauksrif
1.5 líter vatn
1/2 flaska rauðvín
3 teningar nautakraftur
1 dós tómatpure
6 meðalstórar kartöflur
250 g sveppir
2 gulrætur
3 lárviðarlauf
ferskt rósmarín af einni grein
salt og pipar

Brúnið kjötið í olíu á pönnu og takið það svo af og geymið, ásamt soðinu sem myndast. Setjið, lauka, 2 gulrætur, sellerí og hvítlauk í mixer. Bætið aðeins við olíu á pönnuna og brúnið saxaða grænmetið þar til það er orðið glært og mjúkt. Bætið þá kjötinu útí ásamt soðinu og hitið saman smá stund. Saltið og piprið. Því næst er vatni, rauðvíni, teningum, tómatpure, kartöflum (sem hafa verið flysjaðar og skornar í fernt), niðurskornum gulrótum, sneiddum sveppum, lárviðarlaufi og rósmarín blandað við. Saltið og piprið aftur og látið malla undir loki við háan hita í 30 mín. Lækkið svo hitann og látið malla áfram í klst. Í þessa kássu á ekki að spara rauðvínið, setjið frekar meira en minna. Með þessu er gott að borða hafraklatta og gott salat

Hafraklattar (gerir ca 12 klatta)
2 bollar hveiti
2 bollar heilhveiti
smá haframjöl
11/2 msk lyftiduft
100 gr smjör (sem hefur verið fryst aðeins og rifið niður með grófu rifjárni)
11/2 bolli mjólk

Blandið öllu hráefninu saman í hrærivélaskál og hærið vel saman, þannig að úr verði þétt deig, dáldið klístrað, en þó ekki þannig að það límist við. Skiptið deiginu niður í 12 bita ca og fletjið hvern bita út í litla köku/klatta. Stingið á klattana með gafli og bakið við ca 10 mín við 190 gráður.

Verði ykkur að góðu
kv Sigrún

0 Comments:

Post a Comment

<< Home