Skvísurnar á Stavnsvej

Wednesday, February 28, 2007

Rjómalöguð Gulrótarsúpa

Þessi uppskrift kemur úr matreiðslubók Nönnu og er æði. Fyrir utan hvað hún er ódýr í framleiðslu og holl. Það má auðvitað skipta rjómanum út fyrir léttmjólk eða létta kókosmjólk ef einhver vill það heldur.

Uppskrift
1 msk smjör (eða ólívuolía)
1 stór laukur saxaður
1 hvítlauksgeiri saxaður smátt
1/2 -1 tsk karríduft
6-800 g gulrætur, afhýðaðar og sneiddar
1.2 l kjúklingasoð eða grænmetissoð
pipar og salt
100 ml rjómi/matreiðslurjómi, mjólk
ferskar kryddjurtir til að skreyta (má sleppa)

Aðferð
Smjörið er brætt í þykkbotna botti og smjörið, laukurinn og hvítlaukurinn látinn krauma við vægan hita í ca 6-10 mín. Þá er karríinu hrært saman við og eftir 1-2 mín er gulrótunum bætt útí ásamt soðinu. Saltið og piprið og látið súpuna malla í ca 20 mín. Þá er súpan látin kólna dálítið og síðan maukuð í matvinnsluvél eða blender í nokkrum skömmtun. Súpan er síðan sett aftur í pottinn, rjómanum bætt útí og hituð að suðu. Saltið og piprið ef ykkur finnst þurfa og skreytið með ferskum kryddjurtum. Berið fram með góðu brauði.

Verði ykkur að góðu
kv Sigrún

0 Comments:

Post a Comment

<< Home