Skvísurnar á Stavnsvej

Monday, February 26, 2007

bananamúffur

Þessar múffur eru meira eins brauð, ekki sætabrauð og því tilvaldar í nestisboxið hjá börnunum.

Uppskrift (gerir 12 stórar múffur)
250 gr hveiti (má gjarnan vera heilhveiti eða blanda af heilhveiti og spelti)
1 3/4 dl undanrenna
75 gr haframjöl
75 gr brætt smjör ( má sleppa og bæta þá einum banana við)
30 gr strásæta (sykur fyrir þá sem vilja)
3 msk fljótandi hunang
2 bananar (marðir)
1 egg
1 msk lyftiduft
1 tsk kanill
1 tsk múskat

Aðferð
Blanda öllu saman í skál og hræra þar til allt er komið vel saman. Bakið í ca 20-25 mín við 200 gráður, eða þar til múffurnar hafa lyft sér og dökknað aðeins.

kveðja Sigrún

0 Comments:

Post a Comment

<< Home