Skvísurnar á Stavnsvej

Sunday, May 28, 2006

Sumarleg Pavlova með mascarponerjóma kremi

4 eggjahvítur
175 g sykur
1 msk maísmjöl
1 tsk hvítvínsedik

Hitið ofninn í 150°c. Þeytið eggjahvíturnar uns þær eru hálfstífar. Bætið helmingnu af sykrinum saman við og þeytið áfram þar til marengsinn myndar stífa toppa. Setjið þá afganginn af sykrinum út í ásamt maísmjölinu og þeytið meira. Hrærið að lokum hvítvínsedikinu saman við. Teiknið hring á bökunarpappír á plötu ca 24 cm í þvermál. Smyrjið deiginu á yfir hringinn á plötunni og látið barmana vera ögn hærri.
Lækkið hitann eftir 10 mín í 120°c. Bakið í eina klst. Slökkvið þá á ofninum og látið kökuna standa inni í honum í 1 klst.

Krem:

250 g mascarpone ostur
1 eggjarauða
50 g flórsykur
1 vanillustöng
smá sletta af amaretto (má sleppa)
100 ml þeyttur rjómi

Þeytið saman, ostinn, eggjarauðuna, flórsykur, amaretto. Klúfið vanillustöngina og skafið fræin innan út og setjið út í og þeytið. Blandið saman við þeytta rjómann og smyrjið yfir kökuna þegar hún hefur kólnað.
Setjið ber eða skafið innan úr passionfrugt ofan á kökua.

Guðrún Björk

0 Comments:

Post a Comment

<< Home