Skvísurnar á Stavnsvej

Tuesday, March 28, 2006

Bananabrauð, góð tilbreyting í nestisbox barnanna

4 Stórir bananar
2 egg
200 ml eplamauk
1 tsk olía
500 g hveiti
1 tsk lyfitduft
1/2 tsk matarsódi
125 g sykur
1 tsk kanill
1/2 tsk negull

Brytjið banana niður og setjið í skál ásamt eggjum, eplamauki og olíu. Þeytið vel saman. Bætið öllu öðru út í og hrærið saman. Setjið í smurt og hvetistráð stórt jólakökuform. Má líka setja í tvö lítil eða helminga uppskriftina og baka eitt lítið brauð.
Bakið við 175 c í 45-60 mínútur, eða þar til brauðið er aðeins farið að losna frá forminu.

Við Sigrún höfum leikið okkur með þessa uppskrift og bætt hana og breytt henni til að auka hollustuna. Það er alveg óhætt að helminga sykurmagnið og jafnvel nota hrásykur í staðinn fyrir hvítan. Einnig má nota blandað mjöl, t.d. setja haframjöl og heilhveiti á móti hveitinu, svo lengi sem maður fer ekki yfir 500 g af mjölmagni.
Verði ykkur að góðu,
Guðrún Björk

1 Comments:

  • At 5:10 AM, Anonymous Anonymous said…

    wmp s rfa s, Free Sex. mgj n, rqg hnnhpv! cxnk m txq li.

    bjn p bhe m, [URL=http://www.pr0nvidz.com]Free Sex[/URL]. eow i, jgi gwaxxs! pnzl o drt rb.

     

Post a Comment

<< Home