Skvísurnar á Stavnsvej

Wednesday, May 17, 2006

Tómataterta

Deig:
60 gr gróft hveiti
120 hveiti
1/2 tsk gróft salt
100 gr smjör
2 msk vatn

Blanda hveiti og salt saman og smjörið mulið með. Deigið hnoðað og sett í form, vel uppá kantana, bakað í miðjum ofni. Bakað í ca 15 mín við 200°

Fylling:
3 laukar hakkaðir (ca 300 gr)
4 tómatar skornir í sneiðar
2 egg
200 gr kotasæla
1 tsk timian
1 1/2 tsk gróft salt
pipar
100 gr rifinn ostur

Laukurinn steiktur á pönnu. Tómatskífur lagðar í botninn á deiginu og laukurinn ofan á. Hræra saman kotasælu, egg, timian, salt og pipar. Þessu hellt yfir tómatana. Laukurinn settur ofan á. Að lokum er rifinn ostur dreift yfir.
Bakað í miðjum ofni í ca 30 mín við 200°

Þetta er rosalega góð terta og er vinsæl í kvöldmatinn á mínu heimili.
Bestu kveðjur
Guðrún Erla

1 Comments:

  • At 9:52 PM, Blogger Skvísurnar said…

    Frábært framtak Guðrún....vona að fleiri taki sig til og setji inn uppskriftir. Ég skora á Dóru að setja inn kjúklingamareneringuna og frá Hugrúnu vil ég gjarnan fá karamellutertuna og tyrkneska kjullann og meðlæti:)
    kv Sigrún

     

Post a Comment

<< Home