Skvísurnar á Stavnsvej

Sunday, May 21, 2006

Enskar Skonsur

Jæja þá er komin tími á að skella nokkrum uppskriftum inn!

Enskar Skonsur (fljótlegar og þægilegar)

Uppskrift

100 g smjör
440 g hveiti
1 tsk salt
2 tsk sykur
4-5 tsk lyftiduft
1 egg
4 dl mjólk
rúsínur ef vill (gott að setja t.d í helming af deginu)

Aðferð
Bræða smjör við lágan hita. Blanda öllum þurrefnum í skál. Slá eggið saman við mjólkina og hræra blönduna síðan saman við þurrefnin ásamt smjörinu. Það er þægilegast að baka skonsurnar í stórum muffinsformum og gerir uppskriftin þá ca 12-14 skonsur, fer eftir stærð formanna náttúrulega. Baka við ca 200 í 20 mín. Einhverjar ykkar hafa smakkað skonsur hjá mér...þetta eru sem sagt ekki þær, heldur önnur uppskrift sem mér þykir betri og þægilegri.

Kveðja Sigrún

0 Comments:

Post a Comment

<< Home