Skvísurnar á Stavnsvej

Sunday, May 21, 2006

Hér kemur ein einföld og fljótleg...tilvalinn í sunnudagskaffið!

Appelsínukaka

Uppskrift

200 gr sykur
200 gr smjörlíki (við stofuhita)
3 egg
2 tsk lyftiduft
200 gr hveiti
Börkur af hálfri appelsínu + safinn og kjötið sem er mixað saman í mauk.

Allt hrært saman í hrærivél og bakað við 200 gr í 20 mín ca í springformi.

Krem
150 gr smjör (við stofuhita)
Tæplega 1 pakki flórsykur
2 kúfaðar msk kakó
vanillusykur ca 2 tsk
1 egg (má sleppa)
smá kaffi (ca 2 tsk instant hrært út í smá heitt vatn). Passið ykkur að hafa lítinn vökva, svo kremið verði ekki of fljótandi. Hrærið vel saman í hrærivél þar til kremið er orðið fluffy og fínt.

kv Sigrún

0 Comments:

Post a Comment

<< Home