Skvísurnar á Stavnsvej

Tuesday, May 16, 2006

JÍBÍÍÍ, loksins tók ég mig saman og lærði hvernig ætti að skrifa inn á þessa fínu uppskriftarsíðu.
Hér kemur fyrsta uppskriftin frá mér

Kryddbrauð

3 dl hveiti
3 dl sykur
3 dl haframjöl
2 tsk natron
1 tsk kakó
1/2 tsk engifer
1/2 tsk negull
3 dl mjólk

Allt hráefni sett í skál og hrært saman. Sett í ''brauðform'' og inn í ofn við 180°. Bökunartími er ca 1 klst en ég hef það fyrir reglu að fylgjast vel með brauðinu því bökunartíminn er svo misjafn eftir ofnum.
Verði ykkur að góðu
Með bestu kveðju
Guðrún Erla

0 Comments:

Post a Comment

<< Home