Skvísurnar á Stavnsvej

Sunday, May 28, 2006

Dýrlegur grillaður kjúklingur

Guðrún Björk

700 g kjúklingabringur skinnlausar
3 stilkar sítrónugras (lemongras)
3 msk engifer, fínrifið
4 msk sojasósa
1/2 msk hunang
4 msk sesamolía
kóríander, fínsaxað
1 rautt chilialdin, fínsaxað
1 límóna

Skerið kjúklingabringurnar langsum í tvennt eða þrennt. Setjið sítrónugras, engifer, chili, hunang, sojasósu, sesamolíu í mixara og kreystið úr límónunni út í. Mixið allt vel saman og hellið yfir kjúklinginn. Látið marinerast í a.m.k. 3 klst áður en grillað er. Hitið grillið í 400 gráður. Veltið kjúklingnum á grillinu þannig að hann brúnist vel og kjötið loki sér. Setjið hann svo upp á efri grindina á grillinu og látið hann bakast þar í ca 15 mín, eða þar til hann er gegnsteiktur. Lækkið hitann á grillinu. Athugið að hafa grillið sem mest lokað á meðan kjúllinn soðnar.

Jógúrtsósa:

2 dósir hrein jógúrt
1/2 sítróna
1 hvítlauksrif
1/2 tsk kummin
2 msk fersk mynta
salt og pipar

Hellið jógúrt í skál. Pressið hvítlaukinn út í, fínsaxið myntuna og blandið öllu saman.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home