Skvísurnar á Stavnsvej

Sunday, March 26, 2006

Frönsk Súkkulaði kaka (brúðarterta Sigrúnar og Freysa)

Uppskrift

1 bolli sterkt uppáhelt kaffi
200 gr sykur
20 gr púðursykur
300 gr smjör
400 gr 70 % súkkulaði (odense súkkulaðið er líka gott)
5-6 egg

Aðferð

Setjið kaffið í pott og bætið sykrinum útí. Látið suðuna koma upp og hrærið í á meðan svo sykurinn leysist upp. Takið pottinn af hellunni og bætið smjöri og súkkulaði útí og hrærið saman þar til allt er bráðið. Látið blönduna kólna aðeins. Bætið eggjunum útí og hrærið saman með písk. Klæðið stórt lausbotna form með bökunarpappír og smyrjið svo pappírinn og hliðarnar með smjöri. Hveitistráið formið og setjið súkkulaði blönduna í. Bakið kökuna í ca 1 klst á blæstri við ca 180, fylgist samt vel með svo hún brenni ekki. Kælið kökuna í ca 3 klst áður en hún er borin fram. Gott er að hlaða á hana ferskum berjum og sigta flórsykur yfir hana. Hrikalega einföld kaka en syndsamlega góð:)

Verði ykkur að góðu
kv Sigrún

1 Comments:

  • At 1:29 PM, Anonymous Anonymous said…

    Ummm mæli með þessari.

    Kv

    Kiddi á Stavnsvej

     

Post a Comment

<< Home