Skvísurnar á Stavnsvej

Sunday, March 26, 2006

Bollur/partýbrauð

Uppskrift

1kg hveiti
2 tsk lyftiduft
100 gr sykur
200 gr smjörlíki
21/2 dl mjólk
3 dl vatn
2 pakkar þurrger

Aðferð

Þurrefnum blandað saman ásamt þurrgeri. Smjörið brætt í potti, ásamt vatni. Köld mjólkin sett saman við. Þegar blandan er orðin ylvog er henni blandað við þurrefnin. Hnoðað saman og látið hefast á hlýjum stað í ca klst. Sláið svo loftið úr deiginu og mótið í bollur/partýbrauð. Smyrjið með eggi og stráið t.d sesamfræjum ofan á. Ég læt bollurnar alltaf standa í ca 10-15 mín áður en þær fara svo í ofnin. Bakið við ca 200 í ca 15-20 mín, eða þar til ykkur sýnist bollurnar bakaðar. Ein svona uppskrift dugir í 2 partýbrauð.

Verði ykkur að góðu
kv Sigrún

0 Comments:

Post a Comment

<< Home