Afrískur lambapottréttur (bobotie)
Ég prófaði þennan pottrétt í gærkvöldi og hann kom mjög á óvart og smakkaðist voða vel þó ég segi sjálf frá, reyndar voru þau HugRúnar og Freysi sammála. Það á reyndar að vera lambahakk í réttinu, en það var ekki til í BILKA þannig að ég notaðist við nautahakk en notaði lambakraft eins og gefið var uppí uppskriftinni. Hér kemur uppskriftin
Uppskrift
2 laukar
50 g smjör
2-3 msk olía
2 stór græn epli
75-100 g rúsínur
2-3 msk Madras karrí
800 g lambahakk
2 dl vatn (1/2 lambakraftsteningur)
salt og pipar
3-4 msk hot mango chutney
1-2 msk sítrónusafi
75 g afhýddar og saxaðar möndlur
2 sneiðar brauð
3 egg
3 dl mjólk eða rjómabland (ég notaði 2 af rjóma og 1 af mjólk)
Aðferð
Saxið laukinn og léttsteikið hann í olíu og smjöri. Skrælið eplin og skerið í bita og setjið útá pönnuna ásamt rúsínum. Kryddið með karrí og látið malla saman í smá stund. Takið helminginn af laukblöndunni frá og geymið. Setjið hakkið útá pönnuna og brúnið, hellið þá soðinu útí og bragðbætið með salti og pipar og mango chutney og bætið helmingnum af möndlunum við. Látið þetta malla við vægan hita á meðan þið útbúið eggjarjóma blönduna. Skerið brauðið í teninga og þeytið eggin í skál. Bætið rjómablandi útí ásamt brauðmolum. Hitið ofnin í 200 og smyrjið ofnfast fat (mæli með frekar stóru eða djúpu fati). Setjið hakkblönduna og laukblönduna til skiptis í fatið og hellið rjómablandinu inn á milli. Dreifið svo afganginum af möndlunum yfir og bakið í 45-50 mín.
Gott er að bera réttinn fram með góðu salati, mango chutney og brauði
Verði ykkur að góðu
kv Sigrún
Uppskrift
2 laukar
50 g smjör
2-3 msk olía
2 stór græn epli
75-100 g rúsínur
2-3 msk Madras karrí
800 g lambahakk
2 dl vatn (1/2 lambakraftsteningur)
salt og pipar
3-4 msk hot mango chutney
1-2 msk sítrónusafi
75 g afhýddar og saxaðar möndlur
2 sneiðar brauð
3 egg
3 dl mjólk eða rjómabland (ég notaði 2 af rjóma og 1 af mjólk)
Aðferð
Saxið laukinn og léttsteikið hann í olíu og smjöri. Skrælið eplin og skerið í bita og setjið útá pönnuna ásamt rúsínum. Kryddið með karrí og látið malla saman í smá stund. Takið helminginn af laukblöndunni frá og geymið. Setjið hakkið útá pönnuna og brúnið, hellið þá soðinu útí og bragðbætið með salti og pipar og mango chutney og bætið helmingnum af möndlunum við. Látið þetta malla við vægan hita á meðan þið útbúið eggjarjóma blönduna. Skerið brauðið í teninga og þeytið eggin í skál. Bætið rjómablandi útí ásamt brauðmolum. Hitið ofnin í 200 og smyrjið ofnfast fat (mæli með frekar stóru eða djúpu fati). Setjið hakkblönduna og laukblönduna til skiptis í fatið og hellið rjómablandinu inn á milli. Dreifið svo afganginum af möndlunum yfir og bakið í 45-50 mín.
Gott er að bera réttinn fram með góðu salati, mango chutney og brauði
Verði ykkur að góðu
kv Sigrún
1 Comments:
At 4:01 PM, Anonymous said…
Þessi er alveg geggjaður. Fékk hann hjá Sigrúnu og ætla að elda hann sem fyrst.
Hugrún
Post a Comment
<< Home