Vinsæll karríkjúklingur
Þessi er ofureinfaldur og hrikalega góður. Passið ykkur bara á karrímagninu ef börnin eiga að borða hann líka. Þá er ágætt að byrja með helmingi minna magn og bæta við eftir smakkið. Athugið líka að karrí er mjög missterkt, fer eftir blöndum kryddsins en eins og þið sjálfsagt vitið er karrí kryddblanda.
En hér kemur uppskriftin:
Kjúklingabringur 4-5 stk
Hvítlaukur 4 rif
Rjómi 1 peli (má nota mjólk + smjör, eða sýrðan rjóma)
Mangóchutney 1/2 krukka
Karrí 1 msk
Handfylli af fersku kóríanderlaufi, má alls ekki sleppa !!!
Kjúklingurinn skorinn í bita, kryddaður með salti og pipar og steiktur á pönnu í örlítilli olíu. Þegar hann er næstum gegnsteiktur er söxuðum hvítlauk bætt í, svo rjóma, mangóchutney og karrí. Blandið öllu vel saman og látið malla í 20 mín. Hellt í fat og kóríander stráð yfir áður en rétturinn er borinn fram. Bragðast vel með hrísgrjónum, salti og hvítlauksbrauði.
Guðrún Björk
En hér kemur uppskriftin:
Kjúklingabringur 4-5 stk
Hvítlaukur 4 rif
Rjómi 1 peli (má nota mjólk + smjör, eða sýrðan rjóma)
Mangóchutney 1/2 krukka
Karrí 1 msk
Handfylli af fersku kóríanderlaufi, má alls ekki sleppa !!!
Kjúklingurinn skorinn í bita, kryddaður með salti og pipar og steiktur á pönnu í örlítilli olíu. Þegar hann er næstum gegnsteiktur er söxuðum hvítlauk bætt í, svo rjóma, mangóchutney og karrí. Blandið öllu vel saman og látið malla í 20 mín. Hellt í fat og kóríander stráð yfir áður en rétturinn er borinn fram. Bragðast vel með hrísgrjónum, salti og hvítlauksbrauði.
Guðrún Björk
1 Comments:
At 12:30 PM,
Skvísurnar said…
Hæ
Ég geri oft kjúklingarétt sem er svipaður þessum. Vildi bara benda ykkur á að það er vel hægt að nota light kókosmjólk í staðinn fyrir rjóma (ef maður er að hugsa um línurnar:))
kv Sigrún
Post a Comment
<< Home