Gulrótarbollur með sólblómafræjum
Þessar eru mjög góðar, mjúkar og hollar, án sykurs og fitu. Úr uppskriftinni verða ca 20 lófastórar bollur. Þær bragðast einstaklega vel með smjöri, ostum og sultu. Gott að frysta þær til að eiga.
8 dl hveiti
4 dl grahamsmjöl
1-2 dl sólblómafræ (eftir smekk)
1 pk þurrger
3/4 tsk salt
1 stór gulrót
3 tsk hunang
6 dl volgt vatn
Blandið hveiti, grahamsmjöli, sólblómafræjum, þurrgeri og salti saman í skál. Ég nota hnoðskál en það má líka nota aðra skál og breiða viskastykki yfir skálina meðan deigið lyftir sér.
Leysið hunangið upp í volgu vatninu. Rífið gulræturnar gróft og setjið út í mjölið ásamt vatninu og hunanginu. Hrærið saman með sleif þar til deigið loðir saman. Það á að vera blautt því þannig lyftir það sér betur. Látið lyfta sér í 1 klst.
Hitið ofninn í 200 gráður, ekki nota blástur.
Hnoðið deigið vel upp úr hveiti þar til gott er að móta úr því bollur. Hnoðið í bollurnar og setjið þær á plötu með bökunarpappír. Leggið viskastykki yfir bollurnar og látið þær lyfta sér í allt að 30 mín. Bakið þær í 15-25 mínútur í miðjum ofni.
8 dl hveiti
4 dl grahamsmjöl
1-2 dl sólblómafræ (eftir smekk)
1 pk þurrger
3/4 tsk salt
1 stór gulrót
3 tsk hunang
6 dl volgt vatn
Blandið hveiti, grahamsmjöli, sólblómafræjum, þurrgeri og salti saman í skál. Ég nota hnoðskál en það má líka nota aðra skál og breiða viskastykki yfir skálina meðan deigið lyftir sér.
Leysið hunangið upp í volgu vatninu. Rífið gulræturnar gróft og setjið út í mjölið ásamt vatninu og hunanginu. Hrærið saman með sleif þar til deigið loðir saman. Það á að vera blautt því þannig lyftir það sér betur. Látið lyfta sér í 1 klst.
Hitið ofninn í 200 gráður, ekki nota blástur.
Hnoðið deigið vel upp úr hveiti þar til gott er að móta úr því bollur. Hnoðið í bollurnar og setjið þær á plötu með bökunarpappír. Leggið viskastykki yfir bollurnar og látið þær lyfta sér í allt að 30 mín. Bakið þær í 15-25 mínútur í miðjum ofni.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home