Sítrónukjúklingur með hvítlauk og kartöflum
Fyrir 4-6
10-12 kjúklingabitar
salt og pipar
börkur af 1 sítrónu, fínrifinn
1-2 sítrónur, þunnt sneiddar
17-20 hvítlauksgeirar, með hýðinu
900 g nýjar kartöflur, með hýðinu
ólífuolía
Hitið ofninn í 180°C. Setjið kjúklingabitana í ofnskúffu eða eldfast fat og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Dreifið sítrónuberki, sítrónusneiðum og hvítlauksrifjum yfir. Berjið kartöflurnar létt með kökukefli þannig að þær opni sig aðeins og bætið þeim í fatið. Hellið góðri ólífuolíu yfir og hristið fatið svo allt blandist vel saman. Bakið í u.þ.b. 45 mín til eina klukkustund og hristið fatið annað slagið á meðan. Berið réttinn fram í fatinu með góðu brauði. Einnig gott að hafa gufusoðið spergilkál með.
Kveðja,
Guðrún Björk
10-12 kjúklingabitar
salt og pipar
börkur af 1 sítrónu, fínrifinn
1-2 sítrónur, þunnt sneiddar
17-20 hvítlauksgeirar, með hýðinu
900 g nýjar kartöflur, með hýðinu
ólífuolía
Hitið ofninn í 180°C. Setjið kjúklingabitana í ofnskúffu eða eldfast fat og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Dreifið sítrónuberki, sítrónusneiðum og hvítlauksrifjum yfir. Berjið kartöflurnar létt með kökukefli þannig að þær opni sig aðeins og bætið þeim í fatið. Hellið góðri ólífuolíu yfir og hristið fatið svo allt blandist vel saman. Bakið í u.þ.b. 45 mín til eina klukkustund og hristið fatið annað slagið á meðan. Berið réttinn fram í fatinu með góðu brauði. Einnig gott að hafa gufusoðið spergilkál með.
Kveðja,
Guðrún Björk
0 Comments:
Post a Comment
<< Home