Skvísurnar á Stavnsvej

Sunday, October 29, 2006

Gulrótarkaka græns kosts

Þessi kaka er alveg hrikalega góð, þó svo að hún innihaldi engan hvítan sykur, ekkert hveiti og ekkert smjör. Hún er bara ógurlega holl:)

Gulrótarkaka

8dl gulrætur
21/2 dl heslihnetur
2 dl kókosmjöl
2dl haframjöl/malaðar möndlur (ég nota 1 dl af hvoru)
1 msk kanill
1 tsk malaðar kardimommur
1 tsk vanilluduft/dropar
500 gr döðlur

Krem

400 g philadelphia ligth
100 g döðlur
100 apríkósur
ca 2 msk sætuefni (ef vill)

Skerið döðlurnar smátt, ef þær eru mjög harðar er gott að leggja þær í bleyti í heitt vatn. Rífið niður gulræturnar, malið hneturnar og ristið kókosmjölið á pönnu. Blandið öllu saman í skál og kreistið saman með höndunum eða setjið í hrærivél. Smyrjið tertuform og bakið við 200 í 30-35 mín.

Krem
Leggið döðlur og apríkósur í bleyti í sjóðandi vatn í um 10 mín. Hellið vatninu af og maukið ávextina í matvinnsluvél ásamt rjómaostinum og sætuefninu. Athugið að í staðinn fyrir rjómaostakremið má smyrja kökuna með sykurlausri sultu og skreyta hana svo með fullt af ferskum ávöxtum.

Njótið vel
Sigrún

0 Comments:

Post a Comment

<< Home