Gulrótarkaka græns kosts
Þessi kaka er alveg hrikalega góð, þó svo að hún innihaldi engan hvítan sykur, ekkert hveiti og ekkert smjör. Hún er bara ógurlega holl:)
Gulrótarkaka
8dl gulrætur
21/2 dl heslihnetur
2 dl kókosmjöl
2dl haframjöl/malaðar möndlur (ég nota 1 dl af hvoru)
1 msk kanill
1 tsk malaðar kardimommur
1 tsk vanilluduft/dropar
500 gr döðlur
Krem
400 g philadelphia ligth
100 g döðlur
100 apríkósur
ca 2 msk sætuefni (ef vill)
Skerið döðlurnar smátt, ef þær eru mjög harðar er gott að leggja þær í bleyti í heitt vatn. Rífið niður gulræturnar, malið hneturnar og ristið kókosmjölið á pönnu. Blandið öllu saman í skál og kreistið saman með höndunum eða setjið í hrærivél. Smyrjið tertuform og bakið við 200 í 30-35 mín.
Krem
Leggið döðlur og apríkósur í bleyti í sjóðandi vatn í um 10 mín. Hellið vatninu af og maukið ávextina í matvinnsluvél ásamt rjómaostinum og sætuefninu. Athugið að í staðinn fyrir rjómaostakremið má smyrja kökuna með sykurlausri sultu og skreyta hana svo með fullt af ferskum ávöxtum.
Njótið vel
Sigrún
Gulrótarkaka
8dl gulrætur
21/2 dl heslihnetur
2 dl kókosmjöl
2dl haframjöl/malaðar möndlur (ég nota 1 dl af hvoru)
1 msk kanill
1 tsk malaðar kardimommur
1 tsk vanilluduft/dropar
500 gr döðlur
Krem
400 g philadelphia ligth
100 g döðlur
100 apríkósur
ca 2 msk sætuefni (ef vill)
Skerið döðlurnar smátt, ef þær eru mjög harðar er gott að leggja þær í bleyti í heitt vatn. Rífið niður gulræturnar, malið hneturnar og ristið kókosmjölið á pönnu. Blandið öllu saman í skál og kreistið saman með höndunum eða setjið í hrærivél. Smyrjið tertuform og bakið við 200 í 30-35 mín.
Krem
Leggið döðlur og apríkósur í bleyti í sjóðandi vatn í um 10 mín. Hellið vatninu af og maukið ávextina í matvinnsluvél ásamt rjómaostinum og sætuefninu. Athugið að í staðinn fyrir rjómaostakremið má smyrja kökuna með sykurlausri sultu og skreyta hana svo með fullt af ferskum ávöxtum.
Njótið vel
Sigrún
0 Comments:
Post a Comment
<< Home