Skvísurnar á Stavnsvej

Tuesday, August 29, 2006

Ofnsteiktur lax

Fljótlegt að undirbúa og bragðast einstaklega vel !

500 g laxaflak
1 sítróna
1 tsk salt
1/2 tsk pipar
1 gul paprika
1 rauð paprika
1 græn paprika
1 kúrbítur
500 g tómatar (má alveg vera minna)
4 hvítlauksrif
2 dl steinselja
1 dl mysa (ég notaði hvítvín)
ólífuolía

Hitið ofninn í 175 °c
Roðflettið laxinn og kreystir sítrónusafann yfir hann. Skolið grænmetið og skerið það niður. Saxið steinseljuna. Blandið öllu vel saman ásamt mysunni eða hvítvíninu. Setjið grænmetið í eldfast mót. Leggið laxinn ofan á, penslið með olíu og kryddið með salti og pipar. Breiðið álpappír yfir og bakið í ofni í 15 mín. Takið þá álpappírinn af og bakið áfram í ca 5-10 mín eða þar til laxinn er gegnsteiktur.

Borið fram með soðnum kartöflum og sýrðum rjóma.

Verði ykkur að góðu,
Guðrún Björk

0 Comments:

Post a Comment

<< Home