Ástríðuterta - án sykurs
Smá fróðleikur...
Ekki þarf alltaf að nota sykur við bakstur og hægt er að búa til margt gott án þess að það sé mjög óhollt. Til að mynda er hægt að sæta kökurnar með ferskum eða þurrkuðum ávöxtum og ávaxtasafa. Ávextir hækka blóðsykurinn ekki jafn mikið og hvítur sykur og blóðsykurinn fellur ekki eins hratt við neyslu ávaxta enda flokkast þeir undir góð kolvetni. Ávextir innihalda vítamín og steinefni auk trefja í talsverðu magni sem geta lækkað blóðsykurinn. Ávextir gefa okkur því næringarríka orku. Og hananú !!
130 g döðlur
2 stórar gulrætur
180 g niðursoðnar perur (ekki í sætum sykurlegi)
100 g smjör, við stofuhita
3 egg við stofuhita
200 g heilhveiti
2 tsk lyftiduft
2 tsk kanill
1/2 tsk allrahanda
1/2 tsk salt
2 msk hunang
50 g valhnetur, saxaðar
Ber til skrauts
Hitið ofninn í 200°C. Leggið döðlurnar í bleyti í heitt vatn í um 10 mín ef þær eru harðar. Rífið gulræturnar smátt og maukið perurnar. Setjið smjörið í matvinnsluvél og bætið einu eggi út í í einu. Setjið döðlurnar, gulræturnar og perumaukið út í og blandið vel saman. Smyrjið hliðarnar á 20 cm smelluformi og sníðið smjörpappír í botninn. Setjið nú blönduna í skál og blandið þurrefnunum út í. Bætið að lokum hunanginu og hnetunum saman við. Hellið deiginu í formið og bakið í miðjum ofni í 35 mín eða þar til kakan er orðin vel gullin. Látið kökuna kólna alveg niður áður en kremið er sett á hana.
Skyrkrem.
150 g rjómaostur, við stofuhita
80 g hreint skyr
1 vanillustöng
1 1/2 msk hunang
3 msk safi úr appelsínu
Hrærið rjómaostinn og skyrið saman. Kljúfið vanillustöngina og skafið fræin innan úr henni. Blandið saman við kremblönduna ásamt hunanginu og appelsínusafanum. Smyrjið kreminu á kökuna og skreytið hana með berjum, t.d. hindberjum eða jarðarberjum.
Verði ykkur að góðu,
Guðrún Björk
Ekki þarf alltaf að nota sykur við bakstur og hægt er að búa til margt gott án þess að það sé mjög óhollt. Til að mynda er hægt að sæta kökurnar með ferskum eða þurrkuðum ávöxtum og ávaxtasafa. Ávextir hækka blóðsykurinn ekki jafn mikið og hvítur sykur og blóðsykurinn fellur ekki eins hratt við neyslu ávaxta enda flokkast þeir undir góð kolvetni. Ávextir innihalda vítamín og steinefni auk trefja í talsverðu magni sem geta lækkað blóðsykurinn. Ávextir gefa okkur því næringarríka orku. Og hananú !!
130 g döðlur
2 stórar gulrætur
180 g niðursoðnar perur (ekki í sætum sykurlegi)
100 g smjör, við stofuhita
3 egg við stofuhita
200 g heilhveiti
2 tsk lyftiduft
2 tsk kanill
1/2 tsk allrahanda
1/2 tsk salt
2 msk hunang
50 g valhnetur, saxaðar
Ber til skrauts
Hitið ofninn í 200°C. Leggið döðlurnar í bleyti í heitt vatn í um 10 mín ef þær eru harðar. Rífið gulræturnar smátt og maukið perurnar. Setjið smjörið í matvinnsluvél og bætið einu eggi út í í einu. Setjið döðlurnar, gulræturnar og perumaukið út í og blandið vel saman. Smyrjið hliðarnar á 20 cm smelluformi og sníðið smjörpappír í botninn. Setjið nú blönduna í skál og blandið þurrefnunum út í. Bætið að lokum hunanginu og hnetunum saman við. Hellið deiginu í formið og bakið í miðjum ofni í 35 mín eða þar til kakan er orðin vel gullin. Látið kökuna kólna alveg niður áður en kremið er sett á hana.
Skyrkrem.
150 g rjómaostur, við stofuhita
80 g hreint skyr
1 vanillustöng
1 1/2 msk hunang
3 msk safi úr appelsínu
Hrærið rjómaostinn og skyrið saman. Kljúfið vanillustöngina og skafið fræin innan úr henni. Blandið saman við kremblönduna ásamt hunanginu og appelsínusafanum. Smyrjið kreminu á kökuna og skreytið hana með berjum, t.d. hindberjum eða jarðarberjum.
Verði ykkur að góðu,
Guðrún Björk
0 Comments:
Post a Comment
<< Home