Skvísurnar á Stavnsvej

Monday, October 30, 2006

Lax með geitaosti

Þessi réttur er ofureinfaldur og hrikalega góður

800 g laxaflök/bitar
1 msk timjan
1 msk grænmetiskraftur
2 stk hvítlauksgeirar
3 msk ólífuolía
200 gr ferskt spínat
nýmalaður pipar
250 gr geitaostur
4 msk hunang
1 tsk maldon salt

Laxabitarnir eru settir í smurt eldfast mót og timjani og grænmetiskrafti stráð yfir. Afhýðið og pressið hvítlauk og setjið útí ólífuolíuna. Hellið hvítlauksolíunni yfir laxinn. Hrærið saman geitaost og hunangi og setjið á bitana. Spínatinu er svo dreift yfir og á milli bitana og kryddað með pipar. Bakið í ca 10 mín við 200 gráður ofarlega í ofninum. Stráið maldon salti yfir um leið og rétturinn er borin fram.

Með þessu er gott að hafa gott kúskús salat eða nýjar soðnar kartöflur og kalda sósu.

Hugmynd að sósu
Ein dós sýrður rjómi
hvítlauksrif
limesafi
hunang
ferskt kóríander
maldon salt
Allt mixað saman

eða
Ein dós sýrður rjómi
hvítlauksrif
limesafi
maldon salt
cummin duft

Njótið vel
kv Sigrún

0 Comments:

Post a Comment

<< Home