Skvísurnar á Stavnsvej

Friday, November 24, 2006

Mjög gott og einfalt stir fry

5-6 bollar grænmeti (má líka vera kjöt, t.d. kjúklingur)
2-4 rif hvítlaukur
smá bútur af engiferrót
1-2 msk hunang
1-2 msk sojasósa eða ostrusósa

Allt soðið niður og haft tilbúið. Hitaðu wok pönnu eða venjulega pönnu mjög vel og settu örlítið af olíu út á hana. Steiktu smátt skorinn hvítlauk og engiferrót í ca 1/2 mínútu. Settu allt grænmetið út á og steiktu í um 2-3 mínútur. Ef notað er kjöt er það steikt fyrst og svo tekið af pönnunni áður en grænmetið er steikt. Öllu er svo blandað saman á pönnuna ásamt hunangi og sósu. Kryddið eftir smekk með salti og pipar. Gott að sjóða eggnúðlur og bæta út í í lokin.

Ógurlega gott get ég lofað ykkur,
Guðrún Björk

0 Comments:

Post a Comment

<< Home