Skvísurnar á Stavnsvej

Wednesday, January 17, 2007

peru-súkkulaði baka

Þessa köku fann ég í gestgjafanum og ákvað að prófa þar sem hún er svo einföld. Hún er alveg rosalega góð, kemur eiginlega á óvart og fín tilbreyting frá eplakökum, sem maður er svo oft með.

Bökuskel
175 gr hveiti
2 msk sykur
1/2 tsk salt
100 g kalt smjör í bitum
1 eggjarauða
1 msk ískalt vatn

Aðferð
Öllu hráefninu er skellt í matvinnsluvél (eða skál), nema egginu og vatninu. Vélin er látin ganga á mesta hraða í 1 mín. Egginu og vatninu er svo skellt útí og vélin látin ganga í 1 mín til viðbótar. Geymið í kæli í 15 mín.

Hitið ofninn í 200 gráður, smyrjið bökuform og flejtið deigið út á hveitistráðu borði í kringlótta köku og leggið síðan í formið.

Fylling
1 stórt egg
1 eggjarauða
11/2 dl rjómi
1/2 tsk vanilludropar eða 1 tsk vanillusykur
4-6 vel þroskaðar perur
100 súkkulaði
2 msk sykur

Aðferð
Þeytið saman í skál eggi og eggjarauð, bætið rjóma og vanilludropum útí og þeytið áfram í augnablik (passa að rjóminn þeytist ekki). Saxið súkkulaði og setjið í botninn á bökuskelinni. Raðið niðurskornum perum þar ofan á (fallegt að skera þær í þunnar sneiðar, þversum) og hellið svo eggjablöndunni yfir allt saman. Stráið að lokum sykri yfir. Bakið bökuna í 10 mín og lækkið svo hitann í 180 gráður og bakið áfram í ca 25 mín. Berið fram með rjóma.

Njótið vel
kv Sigrún

0 Comments:

Post a Comment

<< Home